*

fimmtudagur, 9. desember 2021
Erlent 9. ágúst 2015 16:32

Nýr iPhone mögulega kynntur þann 9. september

Nýr iPhone sími verður með öðruvísi skjá, betri myndavél og hraðari örgjörva.

Ritstjórn
iPhone 6 og iPhone 6 Plus.
european pressphoto agency

Talið er að Apple muni kynna nýjan iPhone snjallsíma til leiks miðvikudaginn 9. september næstkomandi. Talið er að nýji síminn verði með byltingakenndum skjá, þar sem hægt verður að ýta misfast á snertiskjáinn með mismunandi afleiðingum. Þá á síminn að vera hraðari og með betri myndavél.

Samkvæmt frétt BuzzFeed mun Apple einnig kynna til leiks nýjan iPad, sem nefnist „iPad Pro“, en þann 9. september í fyrra kynnti Apple til leiks iPhone 6 og iPone 6 Plus símana.

Apple tilkynnti við síðasta ársfjórðungsuppgjör að sala á iPhone snjallsímum hefði valdið vonbrigðum. Þá hefur fyrirtækið minnkað væntingar sínar til framtíðar þegar kemur að sölu.

 

Helsta áhyggjuefnið er hversu illa fyrirtækinu gengur í Kína, en þarlendir símar á borð við Huawei og Xiaomi hafa verið vinsælli en Apple vörurnar.

Stikkorð: Apple iPhone tækni snjallsímar