*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 22. október 2015 11:08

Nýr íslenskur tölvuleikur

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið MouseTrap gaf út sinn fyrsta tölvuleik í dag.

Ritstjórn
Ágúst Ævar Guðbjörnsson, Jóhann Helgi Ólafsson, Villhjálmur Snær Ólafsson.
Haraldur Guðjónsson

Tölvuleikjafyrirtækið MouseTrap gaf út sinn fyrsta tölvuleik í dag en leikurinn ber nafnið Dot-A-Lot.

Að baki MouseTrap standa þeir Ágúst Ævar Guðbjörnsson, grafískur hönnuður, Jóhann Helgi Ólafsson hugbúnaðarhönnuður og Vilhjálmur Snær Ólafsson leikja- og hljóðhönnuður.

“Við erum mjög ánægðir að hafa fengið flýtimeðferð frá Apple til að koma leiknum í loftið á áætluðum tíma og erum að sjálfsögðu afar stoltir að sjá leikinn kominn út. Upphaflega spratt hugmyndin út frá leiknum Snake en hins vegar er leikurinn á allt öðru formi og gengur meira út á að lifa af. Í fyrstu verður leikurinn fáanlegur fyrir Apple síma og þar í framhaldinu kemur Android” segir Vilhjálmur.

Að baki Dot-A-Lot liggur mikil þróunarvinna sem hófst snemma á þessu ári. MouseTrap hefur á sínum snærum fjölda innlendra sem erlendra álitsgjafa, auk þess sem stór hópur fólks, mestmegnis á aldrinum 16-32 ára, reynslukeyrir leikina á hverju stigi þróunar. 

,,Við höfum fengið góð viðbrögð við leiknum sem er mjög ánægjulegt. Það er mikið lagt í leikjaspilunina, tónlistina og auk þess höfum við hugsað mikið um smáatriðin í leiknum. Allt þetta skipir miklu máli við hönnun tölvuleiks. Við vonum svo auðvitað að sem flestir prófi leikinn og hafi gaman af,” segir Jóhann.

Leikinn má nálgast hér.

Stikkorð: MouseTrap
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is