Fyrirtækið gogoyoko í Reykjavík mun setja í loftið fyrir almenning í um mánaðamótin mars-apríl nýjan músíkvef sem gefur listamönnum stórbætta möguleika til að miðla og selja eigið efni. Lokuð Alfa útgáfa af síðunni sem opnuð var 15. nóvember hefur þegar vakið mikla athygli erlendis.

Eldar Ástþórsson hjá gogoyoko.com segir að viðbrögðin við tilraunaútgáfunni hafi verið framar vonum. “Viðbrögðin eru rosalega góð og gefa okkur kraft til að fara með þetta alla leið.”

Að fyrirtækinu gogoyoko standa tónlistarmenn sem orðnir voru þreyttir á að horfa á eftir stórum hluta tekna af sölu tónlistar hverfa í vasa milliliða um umboðsmanna. Með þessari nýju síðu verður sköpuð beintenging á milli notenda og listamannanna sjálfra. Þannig geta listamennirnir verðlagt sína vöru sjálfir og fá 100% af andvirðinu beint til sín, þó að sjálfsögðu að frádregnum færslukostnaði á netinu.

Þessu til viðbótar geta notendur síðunnar rennt yfir lög og plötur ókeypis, en þá er það í raun kostað af auglýsendum. Segir Ástþór að 40% af þeim auglýsingatekjunum muni renna til listamanna og höfundarréttarhafa sem er óþekkt á þeim tónlistarsíðum sem nú eru í gangi. Þá geta listamenn fengið sitt sérhanna svæði á vefnum sem hægt er að tengja beint við þeirra eigi bloggsíðu, heimasíðu eða hvaða aðra vefsíðu sem er.

Auk þess er meiningin að vera með lifandi tónlistarfréttir á vefsíðunni þar sem sendar verða út fréttir af því nýjasta sem er að gerast, viðtöl og fréttir af nýjustu tilboðum.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vefsíðunni gogoyoko.com