Nýr Kia Niro Plug-in Hybrid var frumsýndur í Kia húsinu sl. laugardag. Niro er borgarjepplingur með tengiltvinnvél sem kemur nú með breyttu útliti. Straumlínulagaðar, skarpar og nútímalegar formlínur eru áberandi í hönnuninni.

Að framan er Niro með ættarmerki Kia sem er Tiger nose grillið og fallega hönnuð LED framljós. Innanrýmið er vel hannað og rúmgott. Há seta farþega gerir alla umgengi um bílinn mjög þægilega og útsýni úr bílnum er mjög gott. Þægindi og tækni eru í fyrirrúmi í innanrýminu á Niro og nýi tengiltvinnbíllinn er fáanlegur með 10,25" margmiðlunarskjá.

Bíllinn er með tengiltvinnvél með rafmótor og bensínvél. Hann er með 58 km drægni á rafmagninu eingöngu. Kia Niro er vinsælasti bíll Kia á Íslandi ef miðað er við sölu til almennings. Kia Niro er fáanlegur sem Plug-in Hybrid, hreinn rafbíll og sem Hybrid bíll knúinn rafmótor og 1,6 lítra bensínvél. Þessi valmöguleiki á aflgjöfum á einum og sama bílnum er einstakur á bílamarkaðnum.