Gróðurhúsið (e. The Greenhouse) er nýr áfangastaður í Hveragerði sem opnar í sumar. Á neðri hæðum Gróðurhússins verða starfræktar verslanir, kaffihús, mathöll, bar, sælkeraverslun og ísbúð en efri hæðir hússins munu hýsa 49 herbergja hótel. Þetta kemur fram í tilkynningu

Sjálfbærni var höfð að leiðarljósi við uppbyggingu Gróðurhússins og er nafnið vísun í þau fjölmörgu gróðurhús sem má finna í Hveragerði. Hálfdán Pedersen sér um heildar hönnun og útlit Gróðurhússins, en samvinna er með Flóru garðyrkjustöð um ráðgjöf um gróður hússins.

Landskunnar verslunar verða að finna í Gróðurhúsin eins og Epal, Kormák & Skjöld, Álafoss og Te & Kaffi. Þá munu nýjar verslanir einnig líta dagsins ljós en Rut Káradóttir innanhússarkitekt og eiginmaður hennar munu opna ísbúð í með ís frá Kjörís. Einnig mun opna ný sælkaverslun sem mun bera nafnið Me & Mu þar sem lögð verður áhersla á matvæli ræktuð og unnin í nærumhverfinu.

Greenhouse Hotel verður „boutique" hótel með áherslu á sjálfbærni og lagt er upp með að hönnun herbergjanna tengi vel við Gróðurhúsið og nærumhverfið. Áhersla er lögð á að þétt samstarf verði með öðrum aðilum í húsinu, sem dæmi má nefna að Jensen rúmin sem verða í herbergjunum koma frá Epal og þá verður einnig samstarf með Te & Kaffi.

Mathöll Suðurlands verður svo staðsett í Gróðurhúsinu með fjölbreytta flóru veitingastaða má þar nefna Hipstur, Block Burger, Wok on og Taco vagninn. Tveggja hæð bar verður tengdur mathöllinni og staðsettur í stórum glerskála í suðurenda byggingarinnar.