Elísabet, sem er nýr kostur á sviði bílatrygginga, hóf starfsemi á föstudag segir í fréttatilkynningu.

Meðal nýjunga sem fyrirtækið býður er að kaupa tryggingar til eins mánaðar í senn ?en ekki eins árs eins og tíðkast hjá gömlu tryggingafélögunum" segir í tilkynningunni. Einnig býður félagið allt að 25% lægra verð en listaverð hinna tryggingafélaganna segir til um, og aukið val við töku trygginga.

Markhópur Elísabetar er þeir sem ekki eru netfælnir, segir Jón Páll Leifsson talsmaður félagsins, enda fer starfsemin einungis fram á netinu, á Elisabet.is. Hann segir það lágmarka yfirbyggingu félagsins og gerir því kleift að bjóða betra verð.

Fyrirtækið lánar einnig til bílakaupa og er hægt að fá ?lánsvilyrði fyrir ákveðinni upphæð áður en bíllinn er fundinn, þar með er engin hætta á að vinir okkar fái neitun fyrir framan bílasalann" segir Jón Páll Leifsson.

Elísabet er vörumerki að fullu í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar. Aðspurðir um hvers vegna nýtt félag var stofnað, frekar en að starfa undir merkjum Tryggingarmiðstöðvarinnar segir talsmaður þess ?svo miklar breytingar kölluðu á alveg nýtt félag til að undirstrika breytingarnar."

Nafnið Elísabet var valið fyrir félagið til þess að undirstrika persónulega nálgun, segir Jón Páll Leifsson.

Merki félagsins er skjaldbaka og er tákn um verndina sem hún veitir.

?Markmiðið er að Elísabet verði verði fullburða skjaldbaka í lok árs" segir Jón Páll um rekstrarmarkmið Elísarbetu.