Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær að gagnrýni á flokkinn vegna mosku-umræðunnar væri nýr lágpunktur í íslenskri stjórnmálaumræðu.

„Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitastjórnarskosningarnar þegar reynt var að færa umræðu um pópúlíska flokkinn og saka Framsóknarmenn um kynþáttahyggju, flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á íslandi og innleitt margar mestu framfarir sem hafa orðið á því sviði. Að menn skuli nýta slíkt mál í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma,“