Haukur Hinriksson hefur verið ráðinn sem lögfræðingur í mótadeild hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Haukur útskrifaðist með ML gráðu í lögfræði frá Hásólanum í Reykjavík síðastliðið vor en hann stundaði einnig nám við Université de Cergy Pontoise í París haustið 2014. Haukur hefur meðal annars starfað hjá Lögfræðistofu Suðurnesja sem aðstoðarmaður lögmanna og við sölumennsku hjá heildverslun Ólafs Gíslasonar & Co.

Haukur lék m.a. knattspyrnu með KA á Akureyri ásamt því að starfa fyrir félagið sumrin 2008-2012. Hann hefur einnig leikið í meistaraflokki hjá Völsungi á Húsavík, Þrótti Reykjavík og Þrótti Vogum.