*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Fólk 28. desember 2018 11:13

Nýr markaðsstjóri hjá Orkusölunni

Orkusalan hefur ráðið Heiðu Halldórsdóttur í starf markaðsstjóra hjá fyrirtækinu.

Ritstjórn
Heiða Halldórsdóttir
Aðsend mynd

Orkusalan hefur ráðið Heiðu Halldórsdóttur í starf markaðsstjóra hjá fyrirtækinu. Heiða er 31 árs gömul og útskrifaðist með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum árið 2017 frá Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún einnig með BS gráðu í sálfræði árið 2013. Samhliða námi starfaði hún sem flugfreyja hjá Icelandair árin 2012–14.

Heiða hefur undanfarin tvö ár verið markaðsstjóri hjá Jarðböðunum við Mývatn. Áður var hún birtingaráðgjafi og sérfræðingur hjá Birtingahúsinu. Hún er í sambúð með Hinriki Geir Jónssyni lögreglumanni og eiga þau tvö börn.

Heiða kemur til með að leiða snjallt og öflugt markaðsstarf Orkusölunnar á nýju ári, þar sem þörf fyrir hugmyndaríkar lausnir og nýtingu orku skiptir höfuðmáli. Orkusalan framleiðir umhverfisvæna, græna orku í virkjunum sínum, sem flæðir stöðugt til snjallra heimila og fyrirtækja og knýr þar morgundaginn. Grænt ljós er eitt af einkennismerkjum Orkusölunnar, það vottar að öll raforkusala hennar er 100% endurnýjanleg samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.

Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar, segir það mikinn feng fyrir fyrirtækið að fá Heiðu í raðir þess. „Heiða er góður og öflugur liðsstyrkur, sem sést á því starfi sem hún hefur unnið fyrir Jarðböðin. Hún er vön að vinna á grænum og snjöllum nótum og hugsa til framtíðar. Það kemur sér vel því við viljum að sjálfsögðu hafa jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið í heild."

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is