Nýr markaður fyrir hlutabréfatengd réttindi á Nordic Exchange Iceland

OMX Nordic Exchange Iceland (Kauphöllin)  setur á laggirnar nýjan undirmarkað

fyrir réttindi sem tengjast hlutabréfum (e. equity rights) á nýju ári.

Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að markaðurinn verður virkur í viðskiptakerfinu 3. janúar næst komandi. Nýja þjónustan veitir möguleika á að eiga kauphallarviðskipti með ýmis réttindi sem algengt er að skapist í tengslum við útgáfu hlutabréfa, svo sem áskriftarréttindi.

Kauphallarmarkaður með hlutabréfatengd réttindi kemur til með að bæta umtalsvert umhverfi viðskipta með slík réttindi, enda munu viðskiptin lúta reglum Kauphallarinnar. Þess fyrir utan batnar seljanleiki til hagsbóta fyrir útgefendur og eigendur hlutabréfa.

Nýi undirmarkaðurinn ber nafnið “OMX ICE Equity Rights” í viðskiptakerfinu.

Hann tilheyrir hlutabréfamarkaðnum (OMX ICE Equities and related) og

markaðsgerðin verður svipuð og á hlutabréfamarkaði. Aðildarreglur NOREX koma

til með að eiga við um viðskiptin.

Allir kauphallaraðilar á íslenska hlutabréfamarkaðnum fá sjálfkrafa aðgang að

undirmarkaðnum OMX ICE Equity Rights, segir í tilkynningu frá Kauphöllinni.