Ofurbílaframleiðandinn McLaren mun kynna nýjan bíl, P1 GTR, á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Bíllinn er sannkallaður ofurbíll og er ekki hugsaður til almenns aksturs á götum og vegum, heldur eingöngu á lokuðum brautum.

Bíllinn er tvinnbíll og mun 3,8 lítra V8 bensínvél hans skila 789 hestafla krafti á meðan rafmótorinn bætir við öðrum 197 hestöflum. Samanlagt er krafturinn í bílnum því 986 hestöfl. Eins og gefur að skilja þarf hönnun svo kraftmikils bíls að vera þannig að hann þrýstist niður og mun 40 sentimetra bakvængur bílsins hjálpa til við að að skila þeim 660 kílógramma niðurþrýstingi sem verður til þegar bíllinn er keyrður á 240 kílómetra hraða á klukkustund.

Hönnunin er byggð á P1 bílnum frá McLaren, eins og nafnið gefur til kynna, en bíllinn liggur fimm sentimetrum lægra en forverinn og er 50 kílógrömmum léttari. Í tilkynningu McLaren er væntanlegt kaupverð ekki gefið upp, en bíllinn verður vafalaust ekki ódýr.

McLaren P1 GTR.
McLaren P1 GTR.

McLaren P1 GTR.
McLaren P1 GTR.

McLaren P1 GTR.
McLaren P1 GTR.