Gert er ráð fyrir því að nýr meirihluti Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Pírata og VG verði kynntur fyrir vikulokin. Meirihlutaviðræður eru sagðar ganga vel í fleiri sveitarfélögum. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að í sjö af tíu stærstu sveitarfélögum landsins stefni í að Sjálfstæðisflokkurinn verði í meiri hluta.

Þegar er búið að mynda nýjan meirihluta á nokkrum stöðum. Um helgina var nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar kynntur í Kópavogi og verður Ármann Kr. Ólafsson áfram bæjarstjóri. Á laugardag var líka kynnt meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Meirihluti í Hafnarfirði verður sömuleiðis kynntur í dag og verður starf bæjarstjóra auglýst laust til umsóknar.