Úrvalsvísitalan náði nýjum hæðum í dag en hæst fór hún í 4288 stig en endaði í 4277 stigum sem jafngildir 0,49% hækkun í dag. Veltan á hlutabréfamarkaði í dag nam 2.644 milljörðum króna og er nú komin yfir 51 milljarð króna í júlímánuði. Veltan það sem af er ári nemur 455 milljörðum króna.

Mesta hækkun varð á bréfum Símans en þau hækkuðu um 6% í dag. Bréf Össurs hækkuðu um 2,56%. Mest lækkuðu bréf Landsbankans, um 1,08%.