Ríkiskaup hafa gert rammasamning um millilandaflugfargjöld við Iceland Express og Icelandair. Í tilkynningu frá Ríkiskaupum kemur fram að talsverð viðskipti sé að ræða og því mikið hagræði fyrir ríkið en kostnaður vegna kaupa á flugsætum árið 2009 var samtals um 800 milljónir króna og voru algengustu flugleiðirnar til Kaupmannahafnar og London.

„Rammasamningurinn er liður í því að draga úr ferðakostnaði en áður hefur verið unnið í því að fækka ferðum og breyta fyrirkomulagi ferða á vegum ráðuneyta og ríkisstofnana.

Samningurinn nær til þriggja algengra áfangastaðanna í Evrópu þ.e. Kaupmannahafnar, London og Brussel og tveggja áfangastaða í Bandaríkjunum; Boston og New York.
Samningurinn tryggir ríkisstarfsmönnum hagstæð kjör á flugsætum til og frá landinu, óháð ferðatíma.

Iceland express bjóða fast verð á fjórum af fimm leiðum, óháð ferðatíma og óháð því hve mikil fyrirvari er á brottför.

Icelandair býður fastan afslátt af flugsætum í þeirra vélum óháð fargjaldategund á öllum fimm boðnum leiðum," segir í tilkynningunni.