Ákveðið hefur verið að finna nýjan rekstraraðila fyrir Marriott hótelið sem senn mun opna við Keflavíkurflugvöll.

Til stóð að hótelrekstrarfélagið Capital Hotel, sem er í eigu Árna Vals Sólonssonar, sæi um reksturinn, en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins vinnur Aðaltorg, sem byggði hótelið og hugðist leigja Capital Hotels bygginguna, nú að því að fá nýjan rekstraraðila.

Ekki fengust nánari upplýsingar um hvenær sú ákvörðun var tekin, af hverju, eða hver tekur við.