Nýr fjölmiðlarisi gæti orðið til í Frakklandi ef að áætlanir stjórnvalda þar í landi að sameina ríkissjónvarp og ríkisútvarp ná fram að ganga. Ráðamenn þar í landi bera þann draum í brjósti sér að skapa nýjan, alheimsfréttamiðil á borð við BBC og CNN. Vinnuheitið á verkefninu er France Monde, en International Herald Tribune greinir frá þessu í dag.

Stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtækið í Frakklandi, TF1, er ósátt við þennan gang mála og óttast samkeppnina við hið opinbera. Aðilar í Sviss, Belgíu og Canada óttast að sama skapi þetta útspil frönsku ríkisstjórnarinnar.

Þessi aðgerð er hugarfóstur Nikolas Sarkozy, forseta Frakklands. Hugmynd forsetans er að gera franskan fréttamiðil einn hinna áhrifamestu. Sarkozy hefur þegar ráðið reyndan mann úr fjölmiðlageiranum til að leiða verkefnið. Því verða að teljast góðar líkur á því að hinn nýji fjölmiðlarisi muni líta dagsins ljós fyrr en síðar, þrátt fyrir að verkefnið hafi ekki ennþá verið sett formlega af stað.