Kveikt var á nýjum auglýsingaskjá á Times Square í New York í gærkvöldi. Skjárinn er risavaxinn og og nær yfir heila húsaröð - frá 45. stræti að 46. stræti.

Skjárinn er með mestu upplausn sem núverandi tækni býður upp á og er á stærð við heilan fótboltavöll. Fjögurra vikna auglýsingapláss á skjánum er talið kosta um 2,5 milljónir bandaríkjadollara, sem jafngildir rúmum 300 milljónum íslenskra króna.

Tæknirisinn Google er fyrsta fyrirtækið sem tryggir sér auglýsingapláss og munu birtast á honum auglýsingar frá fyrirtækinu frá og með 24. nóvember næstkomandi fram yfir áramót.