Orkustofnun og Landmælingar Íslands hafa endurnýjað samstarfssamning. Nýi samningurinn tekur við af samstarfssamningi frá árinu 2000, en markmið hans er að tryggja upplýsingamiðlun og samnýta landfræðileg gögn, samkvæmt frétt á vef Orkustofnunar. Með upplýsingamiðluninni og samnýtingu er komið í veg fyrir tvíverknað.

Stofnanirnar fá báðar aðgang að þeim landfræðilegu gögnum hinnar stofnunarinnar sem ekki eru bundin kvöðum vegna höfundarréttar eða annarra réttinda þriðja aðila.

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri og Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga, undirrituðu samninginn í dag.