Sýrlenski Seðlabankinn hefur gefið út nýjan 2.000 punda seðil. Framan á seðlinum verður andlit Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem hefur staðið í stríðsrekstri síðastliðin ár að því er kemur fram í frétt AFP fréttaveitunnar .

Nýi 2.000 punda seðilinn verður verðmætasti seðill Sýrlands og hefur nú þegar farið í dreifingu í nokkrum svæðum Sýrlands að sögn seðlabankastjóra landsins, Duraid Dergham. Þetta er í fyrsta sinn sem að andlit Assad birtist á sýrlenskum seðli.

Gengi sýrlenska pundsins hefur hríðfallið frá upphafi stríðsins sem hefur leikið íbúa landsins grátt. Sýrlenska pundið hefur veikst um 90% gagnvart dollaranum frá árinu 2011. 2.000 punda seðilinn er virði 4 dollara.