Búist er við því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra muni skipa í embætti seðlabankastjóra í næstu viku. Þessu greinir RÚV frá.

Viðskiptablaðið náði ekki sambandi við Bjarna Benediktsson vegna frekari upplýsinga um málið.

Umsögn nefndar sem ráðherra skipaði til að meta hæfi umsækjenda um embættið lá hins vegar fyrir fyrir þann 17. júlí. Þar mat nefndin Friðrik Má Baldursson, Ragnar Árnason og Má Guðmundsson hæfasta til að gegna stöðunni.