Cecilie Landsverk afhenti forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, trúnaðarbréf sitt föstudaginn 5. september 2014. Kemur hún til Reykjavíkur frá Islamabad, þar sem hún starfaði sem sendiherra síðastliðin þrjú ár.

Cecilie Landsverk hefur lokið prófum í frönsku, ítölsku og opinberu og alþjóðlegu réttarfari frá Óslóarháskóla. Hún hóf starfsferil sinn í norsku utanríkisþjónustunni 1982 og starfaði sem sendiráðsritari hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og sendiráði Noregs í Teheran. Á árunum 2006-2011 var hún sendiherra Noregs í Tyrklandi, en tók að því loknu við stöðu sendiherra Noregs í Pakistan.

Hún hefur unnið á mörgum ólíkum sviðum hjá norsku utanríkisþjónustunni. Meðal annars sem sviðsstjóri á skrifstofu málefna Sameinuðu þjóðanna, sem aðstoðarsviðsstjóri á skrifstofu vegna formennsku Noregs í Röse, sviðsstjóri á skrifstofu mannauðsmála og aðstoðarsviðsstjóri á rekstrarsviði. Að auki hefur hún starfað sem aðstoðarsviðsstjóri á alþjóðaskrifstofu með fjármálastofnanir sem sérsvið. Árið 1997 stundaði hún nám í Háskóla norska hersins.

Cecilie er fædd 1954 og á þrjú uppkomin börn.