Óttast er að nýr fjársýsluskattur upp á 10,5% af launagreiðslum muni koma þungt niður á sparisjóðunum sem aðallega þjóna dreifbýlinu. Velta á hverja afgreiðslu er tiltölulega lítil og leggst skatturinn því hlutfallslega þyngra á þá en stóru bankana, segir Ari Teitsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, í Morgunblaðinu í dag..

„Þetta lendir því harkalegar á þeim og það er mjög dapurlegt að þessi skattur, sem er tilkominn vegna hruns stóru bankanna, skuli verða til að þrengja að þeim litlu sem eftir eru,“ segir Ari.

„Þetta er í rauninni bara kornið sem fyllir mælinn af því að búið er að leggja á alls konar gjöld frá hruni. Mest er auðvitað afleiðing af því en svo hefur verið bætt jafnt og þétt á stabbann, á einhverjum tímapunkti er þetta orðið of mikið.“