Seðlabankinn mun standa fyrir útboði nýs flokks langra skuldabréfa á morgun. Heildarupphæð útboðsins nemur 10 milljörðum króna, en stefnt er að því að byggja flokkinn hratt upp á fyrri hluta ársins í fleiri útboðum og gefa út samtals 35 milljarða króna. Bréfið eru til 11 ára og hafa gjalddaga 26.febrúar 2019. Seðlabankinn hefur umboð til ákvarða vexti bréfanna með 25 punkta fráviki frá niðurstöðu útboðsins.

Greiningardeild Kaupþings segir í Hálf fimm fréttum í dag að nýji flokkurinn muni auðvelda mat á verðbólguvæntingum til 10 ára. Jafnframt segir að tilgangur útgáfunnar sé að mynda vaxtaviðmið fyrir aðra útgefendur óverðtryggða skuldabréfa, auk þess að auðvelda verðlagningu í vaxtaskiptasamningum.