*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Fólk 14. ágúst 2020 14:07

Nýr sölu- og rekstrarstjóri Kristjánsbakarís

Hrafnhildur E. Karlsdóttir hefur verið ráðin sölu- og rekstrarstjóri Kristjánsbakarís.

Ritstjórn
Hrafnhildur E. Karlsdóttir hefur verið ráðin sölu- og rekstrarstjóri Kristjánsbakarís.

Hrafnhildur E. Karlsdóttir hefur verið ráðin sölu- og rekstrarstjóri Kristjánsbakarís. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu. Ráðning hennar er liður í endurskipulagningu fyrirtækisins, en stjórnendur fyrirtæksins hafa verið að hagræða og endurskipuleggja reksturinn eftir tekjufall sem skapaðist meðal annars af kórónuveirufaraldrinum.

Endurskipulagningin felur í sér að styrkja stoðirnar svo hægt sé að tryggja framtíð fyrirtækisins á Akureyri. En megin áhersla er lögð á framleiðslu og þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins á norðurlandi. Kristjánbakarí var stofnað árið 1912 og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins og er vilji til þess að sjá það í sögubókum framtíðarinnar.

„Það er gríðarlegur styrkleiki fyrir okkur að hafa svona öfluga manneskju með okkur í brúnni“ segir Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs. Hrafnhildur hefur víðtæka stjórnunarreynslu en nú síðast starfaði hún sem Hótelstjóri á Hótel Kea á Akureyri. Kristjánsbakarí er hluti af Gæðabakstir/Ömmubakstri og telur fyrirtækið í dag um 150 starfsmenn.