Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur verið ráðinn til 365 miðla. Starfsmönnum fyrirtækisins var tilkynnt um þetta í tölvupósti fyrr í dag.

Kolbeinn Óttarsson Proppé
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Kolbeinn hefur verið ráðinn til að sinna umfjöllun um stjórnmál og sem þingfréttaritari mun hann verað með aðstöðu á Alþingi. Auk þess að skrifa um pólitík mun hann sinna almennum fréttaskrifum.

Kolbeinn starfaði sem blaðamaður á Fréttablaðinu um árabil eða frá  2008 til 2013. Eftir það starfaði hann meðal annars sem upplýsingafulltrúi hjá Strætó bs. Hann mun hefja störf hjá 365 miðlum á mánudaginn, 1. febrúar.

Í desember greindi Viðskiptablaði ð frá því að Kolbeinn, í samstarfi við Ólaf Guðmundsson sem rekur íbúðahótelið Ambassade Apartments í Reykjavík, hefði stofnað ferðaþjónustufyrirtækið Tuk Tuk Tours. Kolbeinn segir að vegna nýja starfsins hjá 365 miðlum muni daglegur rekstur fyrirtækisins hvíla meira á herðum Ólafs. Sjálfur muni hann þó áfram eiga hlut í fyrirtækinu.