© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Bandaríska eignastýringarfyrirtækið Southeastern Asset Management hefur keypt 11,9% hlut í fjölmiðlasamsteypunni News Corp. Sjóðurinn er nú orðinn næst stærsti hluthafi samsteypunnar á eftir Rupert Murdoch. Annar af stórum hluthöfum fyrirtækisins er auðkýfingurinn Alwaleed bin Talal með 5,5% hlut.

Breska dagblaðið Financial Times segir annað eins ekki hafa gerst síðan um miðjan tíunda áratug síðustu aldar þegar stór hluthafi eignast 16,3% hlut.

Um er að ræða B-hlutabréf í News Corp og hefur eignastýringarfyrirtækið því lítið að segja um stjórn fyrirtækisins.