*

miðvikudagur, 8. júlí 2020
Fólk 8. febrúar 2019 13:25

Nýr sviðsstjóri hjá Orkusölunni

Þórhallur Halldórsson er nýr sviðstjóri auðlinda hjá Orkusölunni.

Ritstjórn
Þórhallur Halldórsson rafmagnsverkfræðingur er nýr sviðsstjóri auðlinda hjá Orkusölunni.
Aðsend mynd

Þórhallur Halldórsson var á dögunum ráðinn sviðstjóri auðlinda hjá Orkusölunni. Þórhallur útskrifaðist sem rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1980. Sama ár hóf hann störf hjá RARIK og hefur starfaði þar síðan, að undanskildum tveimur árum, þegar hann var ráðgjafi hjá verkfræðistofunni Afli og orku ehf. frá 1988 – 1990, en Þórhallur var einn af stofnendum stofunnar. Þórhallur er kvæntur Margréti Guðmundsdóttur og eiga þau hjónin tvö uppkomin börn.

Þórhallur mun í nýja starfinu meðal annars hafa umsjón með athugun á nýjum virkjunarkostum og þróa þá þætti sem lúta að nýframkvæmdum auk þess sem hann mun leiða vinnu við endurnýjun virkjana Orkusölunnar.  

Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar, segir í tilkynningu um ráðninguna það vera gleðiefni fyrir fyrirtækið að fá þá miklu reynslu inn sem kemur með Þórhalli. „Sem dæmi um störf Þórhalls í gegnum tíðina má nefna að hann var verkefnisstjóri við stækkun Lagarfossvirkjunar árin 2005 – 2008 og hefur síðan þá verið deildarstjóri hönnunar- og verkefnastjórnunar hjá RARIK. Hann er því vel að sér í þessum efnum. Það er margt spennandi í kortunum þannig að Þórhallur er að koma til okkar á hárréttum tíma og það er ekki verra að hann er meðvitaður um umhverfið en það er einmitt stefna okkar að hafa jákvæð áhrif á það og samfélagið í heild,“ segir Magnús.