Til að mæta aukinni eftirspurn íslenskra bifreiðaeigenda eftir hinum vinsælu og hagkvæmu Skodabílum á tímum síhækkandi eldsneytisverðs, opnar HEKLA nýjan sýningarsal fyrir Skoda að Laugavegi 172, segir í tilkynningu.

Opnunarhátíðin fer fram á morgun, laugardaginn 19. ágúst frá klukkan 11:00 ? 16:00 og eru allir velkomnir. Þar verður forsýning á nýjustu framleiðslu Skoda-verksmiðjanna ? Skoda Roomster ? fimm dyra liprum og sparneytum fólksbíl með sérlega gott innra rými. Einnig fer fram kynning á ofurbíl frá Skoda, fólksbílnum Octavia RS með 200 hestafla vél. Í tilefni dagsins verður jafnframt boðið upp á sérstök opnunartilboð á Skoda Octavia og Skoda Fabia Terno.

Allir bílar frá Skoda fást með TDI® dísilhreyfli sem er afar sparneytinn á eldsneyti við öll akstursskilyrði, enda teljast TDI® dísilhreyflarnir með þeim bestu sem framleiddir eru í dag.

Eru bílaáhugamenn og aðrir velkomnir og hvattir til að taka forskot á menningarnótt og líta við í nýja Skoda-salnum. Boðið verður upp á léttar veitingar; grillaðar pylsur, gos og íspinna, og börnin fá gefins blöðrur.