Hard Rock hefur löngum verið þekkt fyrir áhugaverða markaðssetningu og að skapa upplifun fyrir viðskiptavini sína. Vörumerkið hefur auk þess undanfarið verið að færa sig yfir í tónlistarviðburði, hótel og Casinó víðs vegar um allan heim og munu Íslendingar fá smjörþef af þeirri þróun fyrirtækisins.

Það sem vekur þó sérstaklega athygli er kjallari staðarins þar sem innréttaður hefur verið tónleikastaður sem meðal annars kemur til með að hýsa viðburði á yfirvofandi Airwaves hátíð.

„Tónleikakjallarinn er hannaður algerlega með Íslendinga í huga og er miklu grófari samanborið við salinn hér að ofan. Veggirnir er skreyttir með minjagripum frá hljómsveitum eins og Sex pistols og í stað þess að mála leyfðum við veggjalistamönnum að leika sér hér í heila nótt og útkoman er frábær. Markmiðið með kjallaranum er veita íslenskum hljómsveitum flottan stað til að spila og koma sér á framfæri. Kjallarinn tekur leikandi 150 manns og við stefnum að því að vera með viðburði að meðaltali tvisvar til þrisvar í viku,“ segir Styrmir Karlsson, markaðsstjóri Hard Rock Cafe Reykjavík.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Úthlutanir ríkissjóðs til stjórnmálasamtaka í gegnum árin
  • Fjármál Reykjavíkurborgar
  • Afleiðusamningar útgefnir af ríkissjóði
  • Spennustig hagkerfisins og óraunhæft gengi krónunnar
  • Hugverkaréttindi í rannsóknum
  • Rætt er við forstjóra Pt Capital nýs eigenda Nova
  • Áhrif breytinga á heimsmarkaðsverði olíu á verðbólgu á Íslandi
  • Ítarlegt viðtal er við Þódísi Lóu Þórhallsdóttur, forstjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line
  • Rjúpnaveiðimenn segja veiðitímabilið of niðurnjörvað
  • Reynslubolti úr snyrtivöruiðnaðinum snýr óvænt heim eftir 10 ár
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um talsmenn þjóðarinnar
  • Óðinn skrifar um báknið