Undirritaður í Washington nýr samningur milli Íslands og Bandaríkja Norður- Ameríku til að koma í veg fyrir tvísköttun. Nýi samningur felur í sér aðlögun að gildandi stefnu ríkjanna í tvísköttunarmálum og breyttu efnahagsumhverfi í alþjóðlegu tilliti.

Helstu breytingar eru þær að tekinn er upp afdráttarskattur á tilteknar tegundir þóknana, lífeyrissjóðir njóta ótvírætt ívilnana hins nýja samnings og tekið er upp sérstakt takmarkandi ákvæði (Limitations on benefits) en því er ætlað að tryggja að einungis þeir skattaðilar sem uppfylla skilyrði þeirra ákvæða njóti ívilnana samningsins.

Af hálfu Íslands undirritaði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, samninginn en fyrir hönd Bandaríkjanna, Robert M. Kimmit, varafjármálaráðherra.