Steingerður Hreinsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri hjá Arion banka í Hveragerði.

Steingerður hefur frá árinu 2014 gengt stöðu framkvæmdastjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Arcanum Glacier tours. Á árunum 2012-2014 starfaði Steingerður sem rekstrarstjóri hjá Kötlu Jarðvangi en á árunum 2005-2013 starfaði hún hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands, fyrst sem verkefnastjóri og ráðgjafi og síðar sem framkvæmdastjóri.

Steingerður er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, BSc gráðu í stjórnmálafræði og alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Southampton og meistaragráðu í alþjóða öryggis- og þróunarfræðum frá sama skóla. Eiginmaður hennar er Reynir Guðmundsson fjármálastjóri og saman eiga þau fimm uppkomin börn.