Í síðustu viku bárust fréttir af því að breska flugfélagið Discover the World myndi hefja beint flug frá Lundúnum til Egilsstaða á næsta ári.

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, er spenntur fyrir komu félagsins. „Ég held að það skipti töluverðu máli, bæði fyrir Norður- og Austurland, að ná inn virkni á þessar gáttir,“ segir Björn.

Næsta sumar verður einungis eitt flug í viku til Egilsstaða en ef vel gengur verður ferðum fjölgað árið 2017. „Þetta er bara nýr vinkill fyrir ferðamanninn að fá að koma hér inn í landið. Þetta opnar tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila á þessu svæði og nú er það þeirra að standa sig og koma sér á framfæri.“