Íris Arna Jóhannsdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur Virðingar.

Í fréttatilkynningu frá verðbréfafyrirtækinu segir að Íris Arna sé með kandídatspróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og LL.M gráðu í banka- og fjármálalögfræði frá The London School of Economics and Political Science. Hún er með próf í verðbréfaviðskiptum og með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

Íris Arna var yfirlögfræðingur H.F. Verðbréfa hf. 2012-2015 og þar á undan verkefnastjóri hjá LOGOS lögmannsþjónustu 2007-2012. Íris Arna hefur einnig starfað á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins og í Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. Þá kennir Íris Arna lög og reglur á fjármagnsmarkaði í námi til undirbúnings fyrir próf í verðbréfaviðskiptum hjá Opna háskólanum í Reykjavík.