Nýráðningum á bandarískum vinnumarkaði fækkaði meira en búast hafði verið við og atvinnuleysi er orðið meira en verið hefur undanfarin tvö ár. Samkvæmt opinberum tölum, sem birtar voru í gær, hafa nýráðningar ekki verið færri frá því í ágúst 2003.

Í Vegvísi Landsbankans greinir frá því að gengi dollars hafi fallið, verð hlutabréfa lækkað og ásókn í ríkisskuldabréf aukist eftir að þessi vísbending um aukin áhrif lánsfjárkreppuna á efnahagslífið var birt. Aukið atvinnuleysi er talið auka mjög líkurnar á að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti enn frekar í lok mánaðarins.