*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Erlent 9. janúar 2021 17:02

NYSE tvístígandi vegna banns Trumps

Fjárfestingabann Trumps vegna fyrirtækja sem sögð eru tengd kínverska hernum tekur gildi á mánudaginn.

Ritstjórn
NYSE hefur verið fram og til baka með afskráningu kínverskra fjarskiptafyrirtækja.
epa

Á fimmtudag fyrir rúmri viku tilkynnti kauphöllin New York Stock Exchange (NYSE) að bréf þriggja stærstu fjarksiptafyrirtækja Kína, China Telecom, China Mobile og China Unicom, yrðu afskráð vegna yfirvonandi fjárfestingabann á fjölda kínverskra fyrirtækja.

Á mánudag síðastliðinn tilkynnti NYSE að ákveðið hafi verið að hverfa frá afskráningu fyrirtækjanna, enda var það þá mat kauphallarinnar eftir að nánari athugun að þrátt fyrir bannið væri ekki nauðsynlegt að afskrá bréfin.

Á miðvikudag síðastliðinn tilkynnti NYSE að kauphöllin væri hætt við að hætta við að afskrá kínversku fjarskiptafyrirtækin. Sögðu þau ákvörðunina hafa verið tekna í kjölfar þess að leiðbeindandi tilmæli um slíkt bárust frá hinu bandaríska eftirliti með erlendum eignum (e. US Department of the Treasury’s Office of Foreign Assets Control).

Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, fyrirskipaði bannið í nóvember og tekur það gildi næstkomandi mánudag, 11. janúar. Fyrirtæki sem bannið kemur til með að ná til eru, að mati bandarískra stjórnvalda, höll undir kínverska herinn.

Í vikunni sem er að líða bætti Trump átta kínverskum smáforritum við bannlistann, þar með talið greiðslusmáforritið Alipay. Í frétt WSJ er því haldið fram að fleiri fyrirtæki muni bætast á listann, þar með talið Alibaba og Tencent.