Skuldir Nýsis nema á sjötta tug milljarða króna og Landsbankinn hefur lagt sig í framkróka um að endurskipuleggja fjármál félagsins. Auk lánsfjárbreytinga er horft til hlutafjáraukningar og eignasölu.

Óveðtryggðar skuldir fasteigna og þróunarfélagsins Nýsis nema 10-15 milljörðum króna og eru að mestu leyti í formi skuldabréfa og víxla sem fremur þröngur hópur eigenda stendur að, en þó er meirihluti þeirra í eigu lífeyrissjóða, verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Landsbankinn, sem stýrir fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins, mun hafa boðið kröfuhöfum óveðtryggðra lána um það bil 40-50% lúkningu skulda og gangi þeir að því boði má gera ráð fyrir að viðkomandi aðilar þurfi samtals að afskrifa milljarða króna. Samningum þar um er hins vegar ekki lokið

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .