Hlutafjárframlag Nýsis til tónlistar- og ráðastefnuhússins við Austurhöfn nam um tveimur milljörðum króna að sögn Sigfúsar Jónssonar annars aðaleiganda félagsins. Hann sagðst halda að það væru verðmæti í samningnum ef ríki og borg geta staðið við sinn hluta.

Tónlistarhúsið og skólaverkefni í Aberdeen í Skotlandi voru tvö stærstu fjárfestingaverkefni félagsins. Fjármögnun beggja verkefnanna var í höndum Landsbankans. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað verður um skólaverkefnið í Aberdeen.

Í kjölfar svokallaðs óformlegs greiðslustöðvunarferlis hefur viðræðum milli eigenda Nýsis hf. og helstu lánardrottna félagsins, NBI hf., Landsbanka Íslands hf., Nýja Glitnis Banka hf., Nýja Kaupþings Banka hf., SPRON, Byr sparisjóðs ásamt fleirum nú lokið með yfirtöku lánardrottna á öllu hlutafé í Nýsi hf.