Nýsir tapaði 451 milljónum króna árið 2006 en skilaði 1,6 milljarða króna hagnaði árið áður, samkvæmt uppgjöri sem birtist í Kauphöllinni.

"Orsök þess eru gengisbreytingar og mikill vaxtakostnaður af framtíðarfjárfestingum á Íslandi og erlendis sem ekki eru farnar að skila fullri arðsemi," segir í tilkynningu.

Rekstrartekjur félagsins jukust í 3,4 milljarða króna árið 2006 úr 1,4 milljarði árið 2005.

Eignir námu samtals 44,9 milljörðum króna árið 2006, samanborið við 16,3 milljarða króna árið 2005.

Eigið fé félagsins jókst í 6,3 milljarða árið 2006 úr 3,9 milljarða árið áður.