ESA, eftirlitsstofnun EFTA, staðfesti nýlega lög frá 2009 sem hafa það að markmiði að styðja við rannsóknir og tækniþróun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Iðnaðarráðuneytinu. Þar segir:

„Nýsköpunarfyrirtæki geta nú í gegnum stuðningskerfið sótt um skattafslátt. Hann getur numið 20% af kostnaði verkefnis. Hámark styrkhæfs kostnaðar er þó 100 mkr. eða 150 mkr. ef um samstarfsverkefni er að ræða. Hámark skattafsláttar er því á bilinu 20-30 mkr.

Það er í höndum Rannís að ákvarða hvaða verkefni teljast nýsköpunarverkefni í skilningi laganna. Ríkisskattstjóri ákvarðar svo skattafsláttinn við álagningu opinberra gjalda.“