Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions þarf að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi vegna viðræðna um erlenda fjárfestingu. María Rúnarsdóttir, einn stofnenda fyrirtækisins, segir gjaldeyrishöftin vera ástæðu flutninganna.

María segir sér þykja miður að það þurfi að flytja höfuðstöðvarnar en bendir á að starfsemin verði áfram á Íslandi.

Önnur nýsköpunarfyrirtæki hafa einnig þurft að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi vegna þess að nýir erlendir fjárfestar telja of mikla áhættu að vera með peningana sína á Íslandi innan gjaldeyrishafta.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .