Vaki fiskeldiskerfi er fyrirtæki sem á rætur sínar að rekja til ársins 1985 þegar nokkrir nemendur úr rafmagnsverkfræði fengu hugmynd að sjálfvirkum talningarbúnaði fyrir laxaseiði sem byggðist á örtölvutækni. Þrjátíu árum síðar stendur fyrirtækið styrkum stoðum og hlaut meðal annars útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir fimm árum.

Hermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir það hafa gengið mjög vel að viðhalda stöðugum rekstri síðustu ár.

„Um 95% veltunnar eru útflutningur og við notum um það bil 12% af okkar tekjum í þróun á nýjum vörum og endurbætur á eldri vörum. Við höfum byggt upp eigin starfsemi í Noregi og Chile þar sem okkar möguleikar eru hvað mestir. Það hefur skilað sér í vexti og meiri nánd við viðskiptavinina.“

Hann segir Vaka skera sig úr meðal sambærilegra fyrirtækja með markvissri vöruþróun í náinni samvinnu við lykilviðskiptavini fyrirtækisins. „Nýsköpunarkrafturinn er okkar sérstaða,“ segir Hermann.

Nánar í sérblaði Viðskiptablaðsins um framúrskarandi fyrirtæki sem unnið var í samstarfi Creditinfo. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .