Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur gert samning um kaup á hlutafé í fyrirtækinu Andrea Maack Parfums (AMP ehf). AMP ehf framleiðir svokölluð niche ilmvötn. Fyrirtækið er hugarfóstur myndlistarmannsins Andreu Maack , og eru sjálfstætt framhald myndlistarsýninga Andreu. Búið er að setja á markað 6 mismunandi ilmvötn og eru þau seld víðsvegar um heim í verslunum eins og Harvey Nichols í London, Woddley and Bunny í NY og Printemps í París. Hver ilmur á rætur sínar að rekja til myndlistarverka og sýninga Andreu Maack og samspili þeirra við ilmvatnsgerð.

Stofnendur AMP ehf eru Andrea Maack og Gísli Sverrisson. Í tilkynningu er haft eftir Helgu Valfells, framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðsins að það sé ánægjulegt að sjá öflugt fyrir tæki spretta upp úr listsköpun. Stofnendum AMP hafi tekist að selja vöruna út um allan heim og byggja upp öflugt alþjóðlegt net sem gagnast muni fyrirtæki vel þegar komi að frekari markaðssókn.

Í tilkynningunni er ekki gefið upp hve stór fjárfestingin er eða hve stóran hlut í fyrirtækinu Nýsköpunarsjóður eignast.