*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 15. júní 2019 16:00

Nýskráðir atvinnubílar 2.449

Nýskráðar atvinnubifreiðar (sendi-, vöru- og hópbifreiðar) voru 2.449 árið 2018, 57 bifreiðum eða 2,3% færri en á árinu áður.

Ritstjórn
Aldrei hafa nýskráðir vörubílar jafnmargir eins og í fyrra þegar þeir voru 425 talsins.
Aðrir ljósmyndarar

Samdrátturinn milli ára er verulegur eftir mikinn vöxt undanfarin ár. Alls voru nýskráðar 1.918 sendibifreiðar árið 2018 og 548 notaðar. Alls voru nýskráðar 109 nýjar hópbifreiðar og 71 notaðar. Þá voru nýskráðar 425 nýjar vörubifreiðar og 322 notaðar. 

Alls voru nýskráðar 109 rútur á síðasta ári sem er umtalsvert minna en var árið 2017 þegar nýskráðar voru 156 rútur og 237 árið 2016. Markaðshlutdeild Mercedes-Benz er yfirgnæfandi í þessum flokki atvinnubíla. Árin 2016 til og með 2018 voru 255 rútur af Mercedes-Benz gerð skráðar en á sama tímabili 64 rútur af Iveco gerð sem var næststærsta tegundin í nýskráningum. Þriðja stærsta merkið var svo Ford með 48 nýskráningar á þessum þremur árum. Þá voru nýskráðar 71 notaðar rútur, þar af 30 af MercedesBenz gerð og 17 af Ford gerð. 

Nýskráðir voru 1.918 nýir sendibílar á síðasta ári sem er lítið eitt minna en árið 2017 þegar þeir voru 2.046. Í þessum flokki er Toyota með hæstu markaðshlutdeildina með 360 nýskráða bíla en skammt undan er Renault með 316 bíla og Ford með 302. Volkswagen er svo ekki langt undan með 271 nýskráðan sendibíl. Nýskráðir notaðir sendibílar voru á síðasta ári 548 talsins sem er umtalsverð fækkun frá árinu 2017 þegar þeir voru 847. Ford gnæfir yfir önnur merki með 211 nýskráða notaða sendibíla. 

Nýskráðir vörubílar voru á síðasta ári 425 talsins sem er það mesta síðastliðinn áratug. Í hittifyrra voru þeir 277 og 389 talsins í fyrra. Þarna raða þrjár tegundir sér á toppinn; Scania (80 bílar), Dodge (80 bílar) og Mercedes-Benz (79 bílar). Nýskráðir Volvo vörubílar voru 67 og Man 56. Umtalsvert minna var um nýskráningar á notuðum vörubílum í fyrra en árið á undan, eða alls 322 bílar á móti 430 árið 2017. Mest var nýskráð af notuðum Mercedes-Benz vörubílum, alls 69 talsins.