237 einkahlutafélög voru nýskráð í október í ár, sem er 27% fjölgun nýskráninga fyrirtækja miðað við sama tíma í fyrra að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands .

Af 41 fyrirtæki í fyrirtækjaskrá Skattsins sem tekin voru til gjaldþrotaskipta í október voru 31 þeirra með virkni árið 2019, það er launþega eða veltu, sem er 40% fækkun frá október 2019 þegar þau voru 52.

Fyrirtækin voru með 233 launþega að jafnaði árið 2019, þar af helmingur eða 116 í einkennandi greinum ferðaþjónustu, sem er ríflega þreföldun frá sama fjölda frá því í október 2019, þegar 38 launþegar misstu vinnuna í þeim greinum.

Af fyrirtækjunum voru 12 í einkennandi greinum ferðaþjónustu, 8 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, 3 í heild- og smásöluverslun, og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum og 8 í öðrum atvinnugreinum.

Ef einungis eru tekin fyrir meðalfjöldi launþega í öðrum greinum í fyrra, þá fækkaði starfsfólki í þeim um 46% með gjalþrotunum nú.