153 einkahlutafélög voru nýskráð í nóvember, til samanburðar við 132 í nóvember 2012. Nýskráningar voru flestar í fasteignaviðskiptum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fyrstu 11 mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 1.766, en það er 10% aukning frá sama tíma í fyrra þegar 1.605 fyrirtæki voru skráð.

Þá voru 71 fyrirtæki tekið til gjaldþrotaskipta í nóvembermánuði. Fyrstu 11 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 858, en það er 12,2% fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 977 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Flest gjaldþrot það sem af er árinu eru í flokknum byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, samtals 171.