Nýskráningar bifreiða í júlí voru fleiri en í sama mánuði í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. En alls voru 740 nýjar fólksbifreiðar skráðar á götuna í síðasta mánuði samanborið við 635 í fyrra, samkvæmt IFS greiningu.

Í heildina voru 952 nýskráð ökutæki í ágúst í ár en 837 í fyrra.

Það sem af er ári hafa 7.013 nýjar fólksbifreiðar verið skráðar en á sama tímabili frá janúar til ágúst í fyrra voru nýskráningar 5439. Því er um tæplega 30% aukningu að ræða milli ára.