Fjöldi nýskráðra fólksbifreiða í júlí var 578 en var í sama mánuði ársins 2007 1.486 samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. Samdráttur milli ára var því rúmlega 60%. Nýskráðar bifreiðar í júní voru 1.991, sem stakk reyndar verulega í stúf við þróun síðustu mánuði. Nýskráning í júní var þó 14,1% minni en í júní 2007.

Í Hálffimm fréttum Kaupþings kemur fram að þetta sé enn ein vísbending um minnkun einkaneyslu hér á landi.

Áður hefur komið fram á 2. ársfjórðungi samdráttur í greiðslukortaveltu, samdráttur í smásöluverslun og aukin svartsýni íslenskra neytenda.