Nýskráningum einkahlutafélaga fjölgaði um tæp 42% á milli ára í nóvember í fyrra. Í mánuðinum voru 166 ný einkahlutafélög skráð samanborið við 117 í nóvember árið 2010, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Flestar nýskráningar einkahlutafélaga voru í liðnum heild og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum.

Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga voru 1.568 á fyrstu 11 mánuðum ársins.

Á sama tíma voru 115 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 101 í nóvember árið 2010. Flest voru fyrirtækin í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Á fyrstu 11 mánuðum ársins urðu 1.432 fyrirtæki gjaldþrota. Það er 63% aukning á milli ára.