Nýskráningar einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, febrúar 2015 til janúar 2016, hefur fjölgað um 15% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.387 ný einkahlutafélög skráð á tímabilinu, borið saman við 2.069 á fyrri 12 mánuðum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Hlutfallslega fjölgaði nýskráningum mest í fasteignasviðskiptum eða um 68% á tímabilinu, fjölgun í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð var 31% og í rekstri gististaða og veitingarekstur var fjölgunin 23%.

Gjaldþrotum einkahlutafélaga á síðustu 12 mánuðum fækkaði um 31%, samanborið við 12 mánuði þar á undan. Hlutfallslega fækkaði mest í flutningum og geymslu eða um 48%, fækkun gjaldþrota í framleiðslu var 44% og í fjármála- og vátryggingarstarfsemi fækkaði þeim um 43%.