Nýskráningum einkahlutafélaga voru tíu fleiri í júlí síðastliðnum en í ágúst í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar . Nýskráningar voru flestar í fjármála- og vátryggingastarfsemi á sama tíma og 49 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í mánuðinum. Flest voru þau í fasteignaviðskiptum.

Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru 1.169 félög nýskráð sem er 10,5% aukning á milli ára þegar 1.058 fyrirtæki voru skráð. Til samanburðar voru 582 félög tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Það er rúmlega 5% fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 615 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.